25.2.2007 | 02:38
Uppboð á körlum
Ég og vinkona mín Súsanna kíktum í bæinn í kvöld, fórum í útskriftarveislu hjá Siggu sem vann með mér á Umferðastofu, til hamingju Sigga. En veislan var haldin á Pravda en þegar ég og Sús löbbum inn er uppboð í gangi, það voru konur að bjóða í eitthvað fínerí. Við veltum okkur ekki mikið upp úr því og göngum bara upp á efri hæðina til Siggu en síðan þegar við ætlum að fara út var uppboðið orðið aðeins líflegra. Nú var verið að bjóða upp karlmenn, konur sátu og görguðu upphæðir til þess að fá sér karlmann, hæsta salan var 40.000kr en þetta var í gott málefni.
Þó um mig hafi farið viss kjánahrollur þá var ég ekki að fara missa mig neitt í baráttunni um rétt og rangt því fyrir mér er eitthvað rangt við að bjóða upp manneskju. Það sem ég hugsaði helst var samt hvað ef þetta væru konur sem væri verið að bjóða upp og karlarnir að kaupa? Feministafélagið hefði verið komið þangað á stundinni og leist upp uppboðið. Er það rangt eða ekki?
Þó að ég myndi ekki gera þetta og ég fæ svo sannarlega kjánahroll að sjá fólk kaupa og selja persónu þá er ekki mitt mál. Fólk er frjálst til að gera það sem það vill innan ramma laganna hversu asnalegt það er.
Skemmtilegt laugardagskvöld, þar sem ég hlýddi m.a. á dúettinn Public sem ég verð að hrósa því þeir eru ansi góðir.
Athugasemdir
hahaaa.... þetta uppboð sko, það var víst geir ólafs "eyes blue" sem var boðin upp á 40 þús! spes... :)
-Geirný
Geirný (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 13:18
Jú jú Geir Ólafs tók bæði lögin sín þ.e.a.s. New York, New York og viti menn My way líka.
Mér varð bókstaflega illt
Stefanía Sigurðardóttir, 26.2.2007 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.