Að vera eða vera ekki feministi

Ég myndi líta á mig sem feminista, allavega þann feminsta sem ég lærði um hér áður fyrr. Manneskja sem vill jöfn tækifæri og jafnan rétt kynjanna. En ég hef ekki litið á feminisma sem jöfnunartæki, ég vil heldur líta á hann sem stefnu sem hefur skilað konum jöfnum tækifærum þó vissulega er það ekki komið í gegn alls staðar í heiminum, því miður. Þess vegna varð ég fúl með ályktun landsfundur VG flokkurinn vill jöfn hlutföll kvenna og karla á þingi og í stjórnum fyrirtækja EKKI vegna þess að ég er ekki þess fylgjandi heldur vegna þess að það er verið að tala um að setja þetta í stjórnarskrá.

Mér finnst þessi umræða særa mig sem konu, mér finnst eins og einhver hluti sé að segja mér að vegna þess að ég er kona þarf ég sérmeðferð, karlarnir eru sterkari og ég get ekki unnið þá. sú er staðan bara ekki. Tökum dæmi;

Ég er í Heimdalli og stjórnin þar er skipuð af 6 konum og 6 körlum öll eru þau einstaklega hæfileikarík á sínu svið, og til þess að bæta við þetta þá er formaðurinn kona, varaformaðurinn karl, gjaldkerinn karl og ritarinn kona. Mér finnst þetta frábært en þetta var ekki valið út frá neinu öðru en áhuga og getu hvers og eins. Þau tólf vinna saman sem ein heild og þau vita öll að þau voru kosin vegna þess að þau voru talin rétt í starfið. Stelpurnar þurfa ekki að hugsa um það að þær höfðu verið valdar einungis vegna þess að þær eru stelpur og ekki heldur strákarnir. Engin lög í Heimdalli kveða á um að jöfn hlutföll kynja séu skilyrði en samt hefur þetta verið í síðustu stjórnum alltaf næstum 50/50. Til gamans má geta er stjórn Ungra Vinstri grænna sett saman einning af 12 einstaklingum þar eru 5 konur og 7 karlar, mér finnst ekkert athugavert við það en ef UVG væri með þau lög að það yrði að vera 50/50 hefði þá einn af þeim 7 körlum sem var kosinn í stjórn að víkja fyrir konu sem hugsanlega bauð sig ekki fram?

Samfylkining er engu skárri með kynjamálin því á þingi kvennahreyfinar Samfylkingarinnar var samþykkt m.a. að Fjölga konum í stjórnum fyrirtækja með því að gefa almenningshlutafélögum frest til 6 ára til að koma hlutfalli kvenna upp í 40% í stjórnum sínum.  Hér verið að stela hugmynd frá löndum eins og Noregi, hvers vegna er talað um 40% hví ekki 50%? Ég tel allt svona tal hættulegt mér finnst það gera lítið úr konum.

Sumar konur tala um að þær séu orðnar þreyttar að bíða eftir því að við séum með jöfn hlutföll alls staðar, en nú erum við að mennta okkur meira en karlarnir því held ég að það sé bara tímaspursmál þangað til að við komum okkur til jafns við þá í yfirstjórnum. En ég vil ekki að áður en við náum þeim árangri verði búið að setja lög sem segja bara ,,það verður að vera jafn margar konur og karlar hér annars lokum við fyrirtækinu þínu." Hvað ef fleiri konur eru við stjórn yrði ekki allt brjálað ef konu yrði meinað að taka sæti í stjórn vegna þess að það eru of margar konur þar?

Ég held að við eigum eftir að ná okkar markmiðum, ekki gefast upp og setja lög á þetta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband