Frábær helgi að baki

Ekki er hægt annað en að gleðjast yfir þessari frábæru helgi hún byrjaði rólega en endaði stórskemmtilega.

xfactor_logoÁ föstudaginn var vísindaferð hér í Valhöll, við tókum á móti uppeldis-  menntunar- og sálfræðinemum. Mikið var spurt út í stöðu skóla á Íslandi og Illugi var fyrir svörum og ekki hægt að segja annað en þetta hafi verið skemmtilegt. Eftir hana fór ég heim og horfði á X factor ég var einungis ánægð með GÍS og Jógvan. Síðan þegar kom að úrslitum var ég mjög ánægð með hann Einar því auðvitað átti Gylfi að fara heim. Síðan var bara farið snemma að sofa.

Ég vaknaði seint á laugardeginum en brúðkaup í vændum þannig maður fór nú bara beint í þa64299380.MTx2iGeX.trjagong1ð að taka sig til. Ingunn og Þórlindur gengu í það heilaga og var þetta ein fallegasta athöfn sem ég hef verið í. Veislan var stórkostleg skemmtilegar ræður og allt mjög vel heppnað.

 

disko_fyrirsognÉg eyddi meiri hluta sunnudagsins í hvíld og rólegheit en um kvöldið var stefnan tekin á Austurbæ þar sem litla systir var að leika í Diskóið er dautt. Salurinn gjörsamlega dó þegar Ebba steig á svið sambrýnd og sæt. Ég hef séð allar sýningar sem FB hefur sett upp nema eina allt frá árinu 1993 og því ætti ég að geta gert samanburð. Topp 3 eru í dag : ABBA thank you for the music 2002, Litla Hryllingsbúðin 1995 og svo Diskóið er dautt 2007. Það sem var svo flott við þessa sýningu var tónlistin var "live" og í henni var mikill frumleiki og ég tala nú ekki um frumsamdalagið sem kom í endan (tær snilld). Dansinn var einfaldur og flottur, söngurinn var flottur. Allir sem tóku þátt í þessu ævintýri mættu vera stoltir af sér. Ég veit hversu mikil vinna fer í svona og þetta var bara ekkert nema flott hjá þeim.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband