Ég er ánægð með mína Ríkisstjórn

Ég var í dag að taka saman hvað hefur gerst á síðustu mánuðum í pólitíkinni, hún hefur nú mest megnis snúist um komandi kosningar. En ég fór svona aðeins að hugsa um það sem gerst hefur á síðast liðnum fjórum árum:

Tekjuskattar hafa lækkað um 3%

Virðisaukaskattur lækkaður á matvörur, tónlist og bækur niður í 7%

Erfðaskatturinn hefur verið lækkaður

Eignaskattur er ekki lengur til

Öryrkjar eru ekki lengur metnir sem 40% öryrkjar heldur 60% vinnufærir sem þýðir það að þeir fái 40% bætur en skerðast ekki við það að vinna 60% vinnu.

og þetta er bara í skattamálum, ég fór þá í framhaldi af því að hugsa út í það hvers vegna vill fólk kjósa vinstri menn? Ég hreinlega skil það ekki þjóðfélagið okkar er alltaf að lagast og verða framúrskarandi á sviðum sem okkur datt í raun aldrei í hug að við myndum gera.

En hvað gerist ef vinstri menn ráða??

Munu skattar halda áfram að lækka? Munu gjöld lækka? Mun hagkerfið vera eins gott og í dag?

Fyrir mér er svarið nei og þá hlýtur maður að spyrja sig, hvað verður þá um velferðarkerfið? Ef ríkið er ekki að fá peningana frá bönkunum því þeir fara vegna þess að skattar verða hærri, þá minnkar peningaflæðið í ríkissjóð og þá eru til minni peningar til þess að reka velferðarkerfið og menntakerfið.

Áfram XD


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað með öll börnin sem eru að deyja í Breiðholti. Og alla þá sem eiga ekki HD plasma TV og vilja fara til læknis en geta það ekki vegna ótta við gula fólkið.

Vinstri hægr snú (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 15:21

2 identicon

Stella mín !!!

 Þú ert svo á rangri hillu í lífinu

Kveðja

Begga

Berglind (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 13:09

3 Smámynd: Stefanía Sigurðardóttir

Á hverju byggir þú það elskan??

Stefanía Sigurðardóttir, 29.3.2007 kl. 16:12

4 identicon

Af hverju erum við með svona ógeðslega hátt íbúðaverð

Af hverju höfum við verðtryggingu en nánast engin önnur lönd

Af hverju var hátekjuskattur og eignaskattur lækkaður áður en skattleysismörkin eru hækkuð

Af hverju er hægt að stunda vændi

Af hverju er brotið á rétti heyrnalausra

Af hverju er sagt að það sé nánast engin fátækt á Íslandi þegar ´folk veit ekki hvað fátækt er.

Af hverju er matarverðið ennþá svona ógeðslega hátt þrátt fyrir lækkun

Af hverju borga öryrkjar og ellilífeyrisþegar skatt af bótum sínum

Af hverju er Íraksstríðið í okkar nafni

Af hverju er búið að skerða 10.miljarða af barnabótum undanfarin kjörtímabil

Af hverju er lyfjakostnaður svona ÓGEÐSLEGA HÁR að margir hverjir sjúklingar eiga  ekki fyrir lyfjunum sínum.

Af hverju er fangelsismálin á íslandi í molu, þ.e.a.s húsnæði og annað.

Af hverju er öll vinna sem tengist að vinna með fólki lélegust borguð

Af hverju eru ríkari að verða ríkari og fátækari fátækari

Af hverju eiga einhverjir kallar kvótakerfið og ekkert gert í því

Af hverju er staða útlendinga svona slæm á Íslandi

Af hverju hafa allir blindir aðgang að 1 blindrakennara

Af hverju er kaupmáttur ellilífeyris minnstur á Íslandi

Af hverju er ekkert gert fyrir eyjamenn, þurfa ennþá að borga gríðarlega hátt verð fyrir að komast með dalli milli lands og eyja.

Af hverju er tannlæknakostnaður svona ógeðslega dýr á íslandi, og ekki einu sinni svipaðar upphæðir á tannlæknastofum.

Af hverju höfum við svona glataða löggjöf að olíukóngarnir bara komust upp með allt.

Af hverju er bensínskatturinn svona ógeðslega hár

Af hverju eru aldraðir byggðir upp sem stofnun

Af hverju montar ríkisstjórnin sig af því að skila 40.miljarða hagnaði, meðan hægt er að nota eitthvað af því að bæta þjóðfélagið.

Af hverju hækkuðu skattleysismörkin ekki jafnt með verðbólgunni síðustu ára, búið að standa í stað í mörg ár.

Af hverju eru bótagreiðslur til SKAMMAR

ÞETTA KALLA ÉG EKKI GÓÐA RÍKISSTJÓRN....

EN meina ríku hafa það gott, það er rosalega gott...

Berglind (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 09:17

5 identicon

Þú veist ég elska þig stella mín

En get ekki stutt þessi hryðjuverkasamtök þín

Berglind (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 09:32

6 Smámynd: Stefanía Sigurðardóttir

Ég skal reyna að svara þessu öllu í pistli frá mér í bráð. En það er svar við þessu öllu. Lov jú 2 hunang.

Stefanía Sigurðardóttir, 2.4.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband