Stelpur stöndum saman!

Mér var sent bréf um daginn, það var skilgreindur spampóstur sem ég var ánægð með en hann kom frá stuðningsmönnum Ingibjargar Sólrúnar. Yfirskrift bréfsins var ,,Stelpur stöndum saman! Við sigrum allar." Ekkert finnst mér að því svo sem að stelpur standi saman líkt og vinir gera en ég fór að velta fyrir mér öllu þessu lofi sem er á einni konu. Mér finnst ekki rétt að horfa bara á eina konu sem vonarneistan fyrir kvennþjóðina, ég tel að fjöldinn og gæðin sé það sem skiptir máli. Síðan má ekki gleyma því að miðað við fylgi Samfylkingarinnar er ekki útlit fyrir að hún stýri þjóðarskútunni heldur því ef vinstri stjórn verður er nú mun líklegra að Steingrímur stýri henni.

En ef meira að segja hinn svo kallaði "kvenfrelsis flokkur" sjálfur VG er með karlmann sem formann eiga þá konur ekki að kjósa þann flokk? Hvað segir VG við því? Ég held að þetta sé ekki það sem skipti máli hver siti í efsta sætinu því ef þú byggir allt á einni manneskju áttu ekki eftir að ná langt því það vinnst allt á hópnum, einföld staðreynd.

Samfylkingin er ekki betur stödd en aðrir flokkar í fjölda kvenna á lista en þau reyna að villa fólki sýn með því að dangla Ingibjörgu fyrir framan nefið á kjósendum sem enn á ný eini lausnin á bágum hluta kvenna á Alþingi.  

Í bréfinu stóð t.d. að Ingibjörg hefði kjark til að bjóða karlaveldinu byrginn. Það má vel vera en hún er alls ekki ein í því að þora að standa upp og tala sitt mál, við skulum ekki gleyma hinum konunum sem standa upp og segja sína meiningu; Þorgerður Katrín, Kolbrún Halldórs, Margrét Frímanns og Siv Friðleifs. Allt eru þetta konur sem eru áberandi í stjórnmálum og vinna hart að sínum málum og ef það væri brotið á rétti þeirra þá myndu þær láta í sér heyra.

Í bréfinu stóð jafnframt að hún væri glæst fyrirmynd íslenskra kvenna. Mitt svar við því er einfalt allar þær konur sem láta sig málin varða eru fyrirmyndir.

Ingibjörg er ekki eina von kvenna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú fyrirgefur ef Ingibjörg væri okkar eina von, þá væri ég fljót að panta tíma í kynskiptaaðgerð og fylgja körlunum...........

Sella (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 15:25

2 Smámynd: Stefanía Sigurðardóttir

Góð Sella, sammála því. Ég myndi samt líklega flytja úr landi og hvetja allar frábærar konur til hins sama ;)

Stefanía Sigurðardóttir, 23.2.2007 kl. 15:42

3 identicon

Þú segir 

"Ég held að þetta sé ekki það sem skipti máli hver siti í efsta sætinu því ef þú byggir allt á einni manneskju áttu ekki eftir að ná langt"

 Get ekki séð betur en Sjálfstæðisflokkurinn hafi náð mjööööög langt með því að byggja allt á einum manni Davíð Oddssyni. Allir fylgdu honum í einu og öllu......

Begga (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 17:12

4 Smámynd: Stefanía Sigurðardóttir

Ég var nú að tala um baráttu kvenna, það þýðir ekki að treysta á eina konu. Ég vil líta á þetta þannig að við verðum að vera sameinaðar til að ná árangri breytum bara gamla mottóinu sameinaðar stöndum vér sundraðar föllum við.

Stefanía Sigurðardóttir, 23.2.2007 kl. 20:18

5 identicon

Stella, mín kæra vinkona! Til hamingju með þennan mikla áfanga að vera komin með bloggsíðu.

Súsanna Ósk (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 22:26

6 identicon

"Ég var nú að tala um baráttu kvenna, það þýðir ekki að treysta á eina konu." 

Þýðir bara að treysta á einn karlmann.  Iss.

fjörullalli (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 23:10

7 Smámynd: Erla Margrét Gunnarsdóttir

ég fékk einmitt sent þennan póst líka, frá vinkonu minni sem veit hvað ég er rosalega mikill aðdáandi ingibjargar... vá hvað þetta er fyndasti póstur sem ég hef fengið lengi... gasalega fleygar setningar "hún stóð upp gegn kláminu í reykjavík" "hún gerði konur að stjórnendum" og fyndnast af öllu "hún getur orðið forsætisráðherra í vor" bahahahaha....

Erla Margrét Gunnarsdóttir, 26.2.2007 kl. 15:37

8 identicon

He he - merkilegt hvað við erum oft sammála Stella - skil ekki af hverju þú kemur ekki til okkar í VG. Langskemmtilegasti bekkurinn... Bestu, S.

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 21:23

9 Smámynd: Stefanía Sigurðardóttir

Tjahh er ekki nógu ánægð með ykkur þessa stundina eins og ég fílaði ykkur  

Stefanía Sigurðardóttir, 28.2.2007 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband