Tvö "ný" framboð

Í silfrinu í gær kom Ómar Ragnar og sagði að eftir c.a. tíu daga myndu framboðslistar birtast frá framboði hans, Margrétar Sverris og Jakobs kæmu í ljós í ÖLLUM kjördæmum. Hann sagði þetta vera framboð sem héldi sig á miðjunni og til hægri og þá hlýtur maður að spyrja sig hvað var Jakob og Margrét að gera í sínum flokkum ef þau eru svona hægra megin í pólitík? Þegar það var sagt við Ómar að Jón Baldvin hefði aldrei verið neitt annað en virkjana sinni þá var hann fljótur að svara að hann væri það sko ekki í dag. Sem hlýtur að benda manni á að Jón Baldvin er að fara í framboð með vinunum 3.

En allt í lagi að þau fari í framboð en það hlýtur að vera augljóst af hverjum þau munu taka fylgi af Samfylkingunni, Frjálslyndum og VG. Ég held að þeir myndu ekki taka af VG nema vegna þess að þeir eru að gefa út ansi róttæka stefnu núna í alls konar málum sem fólk kærir sig bara ekki um. Þeir munu augljóslega taka af Samfylkingunni því hún hefur ekki sýnt neina skýra eða trausta stefnu í umhverfismálum. Margrét hlýtur líka að taka eitthvað frá Frjálslyndum. Fyrir utan það augljósasta við þetta allt er að ef Jón Baldvin fer í framboð þá mun stór hluti Samfó kjósa hann í stað Ingibjargar.

Síðan tilkynntu Öryrkjar og ellilífeyrisþegar að þeir ætli í framboð, já af hverjum taka þeir??? Ætli þeir taki ekki smá af öllum, tel það líklegt en ég held að þeir séu ekki að fara að vinna neinn stórsigur.

Miðað við þetta held ég að Samfó eigi eftir að falla svoldið núna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband