9.3.2007 | 09:59
Sorgleg frétt
Árshátíðin hjá FB fór greinilega smá úr böndunum, leiðinlegt að fólk kunni ekki að haga sér. Auðvitað hefur þetta verið einhverjar nokkur kvikindi sem hafa eyðilagt væntanlega fyrir komandi árgöngum. Mér finnst þetta mjög leiðinlegt því þegar ég var formaður byrjuðum við á þessum sið að fara svona á hótel saman og þetta var vægast sagt ein skemmtilegasta árshátíðin mín. En auðvitað eru fréttir alltaf bara af slæmu hlutunum en ég ætla að koma með ljósa punktinn í þessu öllu saman því í gær frumsýndi FB einmitt söngleikinn sinn Diskóið er dautt. Ég er nú aðeins búin að sjá brota brot úr því en ég býst við því að það sé stórskemmtilegt. Litla systir (Ebba) leikur einmitt í þessari sýningu og ég held að hún standi sig með prýði(enda systir mín).
Ég vona að fólk mæti á sýninguna og gleymi þessum leiðindarviðburði.
Þrír í fangageymslum eftir skólaball FB á Selfossi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já ekki finnst mér gaman að heyra hvernig þetta gekk.. Miðað við hvað allar árshátíðir hafa gengið vel undan farin ár. Ég er eiginlega bara pínu fegin að ég fór ekki..
Íris Stella (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.