Konur til valda!

Sjáldstæðisflokkurinn hefur verið gagnrýndur hátt af Samfylkingarfólki að í Sjálfstæðisflokknum séu konur bara til skrauts eða karlmennirnir vilji ekki sjá þær með. Fyrir mér er þetta auðvitað alrangt. En síðan er spurning er Samfylkingin ekki bara að kasta stein úr glerhúsi??

Nú í vikunni hafa tveir áhrifamiklir Samfylkingarmenn tjáð sig um Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Jón Baldvin Hannibalsson sem er fyrrum formaður Alþýðuflokksins sem var einn af stofnflokkum Samfylkingarinnar sagði í Silfri Egils síðasta sunnudag „Hún þarna ljóskan í menntamálaráðuneytinu, Katrín“ Nú og síðan í dag birtist á heimasíðu kosningastjóra Samfylkinarinnar í Norðvestur kjördæmi „Þá labbar Þorgerður Katrín, menntamálaráðherrann , að okkur og byrjar að týna af sér hvurja spjörina af fætur annari. “ Jáhá þetta átti að vera úr draumi kosningastjórans.

En fólk hlýtur að spyrja sig eftir svona komment sætta konurnar í Samfylkingunni sig við að menn innan þeirra raða tali svona um konur? Ég veit það ekki en ef segjum einhver þingmaður Sjálfstæðisflokksins myndi segja í Silfrinu einn sunnudaginn „æjj hvað heitir hún þarna kellingin sem var borgarstjóri, Sólrún“ Þá myndi allt tryllast hvað þá ef kosningastjórinn í einhverju kjördæminu færi að lýsa blautum draumum sínum um hana á bloggsíðu sem allir geta lesið. Ég væri alla vega ekki sátt við þann þingmann þrátt fyrir að hann væri í mínum flokk.

Ég segi bara eitt ef þessi flokkur stendur fyrir jafnrétti kynjanna þá verður hann að hætta að hlutgera konur líkt og þessir tveir menn gera greinilega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband