8.3.2007 | 14:56
Ánægð með mína konu
Kristín Hrefna Sjálfstæðiskona með meiru var í morgun í viðtali á Rás 1 og stóð sig líka með príði. Umræðuefnið var báráttumál kvenna og það var annars vegar hún og Magnús Már formaður UJ sem mér fannst hlægilegur á tímum. Hann sagði nú í raun ekki neitt (kemur á óvart) og sagði svo að það væri ekki samasem merki á milli kynjakvóta og 40/60%, þá hlýt ég að spyrja er munurinn ekki bara 10%. VG vill 50/50 en 40/60 er leið Samfylkingar og FRammara greinilega, fyrir mér er þetta bara sami hluturinn nema VG vill bara hafa þetta alger helmingaskipti. Ég veit í raun ekki hvort er verra.
En endilega hlustið á Kristínu Hrefnu hér http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4304465/5 þetta heitir aðalviðtalið Kristín og Magnús.
Síðan er verið að stofna kjördæmasamtök ungra Suðvestur í kvöld og hlakka mjög til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2007 | 09:53
Mamma mia here we go again
Þeir sem þekkja mig vel vita að ég er ABBA fíkill númer 1. Ekki bara það að á mínum betri árum í FB setti ég upp þann stórkostlega söngleik Thank you for the music heldur fór ég nýlega á Mamma mia í London. Ég varð gjörsamlega ástfangin, hlusta á soundtracið stanslaust. Þannig við þær fréttir að Meryl Streep muni leika í mynd sem þessari hoppaði ég næstum bara upp úr stólnum og hóf að syngja Does your mother know.
Ég þarf helst bara að komast í hlutverk í þessari mynd, ætli Einar Bárða geti ekki reddað mér??
Hér er líka linkur á abba myndbandið úr söngleiknum Thank you for the music http://kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=171&ba=tonlist&id=600 enjoy
Pierce Brosnan og Meryl Streep ætla að syngja Mamma Mia | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2007 | 14:32
Tvö "ný" framboð
Í silfrinu í gær kom Ómar Ragnar og sagði að eftir c.a. tíu daga myndu framboðslistar birtast frá framboði hans, Margrétar Sverris og Jakobs kæmu í ljós í ÖLLUM kjördæmum. Hann sagði þetta vera framboð sem héldi sig á miðjunni og til hægri og þá hlýtur maður að spyrja sig hvað var Jakob og Margrét að gera í sínum flokkum ef þau eru svona hægra megin í pólitík? Þegar það var sagt við Ómar að Jón Baldvin hefði aldrei verið neitt annað en virkjana sinni þá var hann fljótur að svara að hann væri það sko ekki í dag. Sem hlýtur að benda manni á að Jón Baldvin er að fara í framboð með vinunum 3.
En allt í lagi að þau fari í framboð en það hlýtur að vera augljóst af hverjum þau munu taka fylgi af Samfylkingunni, Frjálslyndum og VG. Ég held að þeir myndu ekki taka af VG nema vegna þess að þeir eru að gefa út ansi róttæka stefnu núna í alls konar málum sem fólk kærir sig bara ekki um. Þeir munu augljóslega taka af Samfylkingunni því hún hefur ekki sýnt neina skýra eða trausta stefnu í umhverfismálum. Margrét hlýtur líka að taka eitthvað frá Frjálslyndum. Fyrir utan það augljósasta við þetta allt er að ef Jón Baldvin fer í framboð þá mun stór hluti Samfó kjósa hann í stað Ingibjargar.
Síðan tilkynntu Öryrkjar og ellilífeyrisþegar að þeir ætli í framboð, já af hverjum taka þeir??? Ætli þeir taki ekki smá af öllum, tel það líklegt en ég held að þeir séu ekki að fara að vinna neinn stórsigur.
Miðað við þetta held ég að Samfó eigi eftir að falla svoldið núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2007 | 14:17
Hvar stendur þú í pólitík
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2007 | 09:47
Samdráttur?
Af áralangri reynslu minni af því að vinna á Umferðastofu get ég sagt að 1310 bílar í nýskráningar mánuði er bara ekkert lítið þetta þýðir tæplega 16000 nýja bíla hingað til lands, það er jafnmikið og árið 2004. En þá hafði ekki verið svona mikið síðan 2000.
Nýskráningar bíla drógust saman um 35,4% í janúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2007 | 11:46
1.mars er gleðidagur
Það er fátt betra en að fá sér nýbakað bakkelsi á morgnanna en það er enn betra að versla það þegar afgreiðslukonan er að reikna út ný og betri verð. 7% dagurinn!!!
Ég vil óska öllum landsmönnum innilega til hamingju með þennan frábæra dag. Annað til að minnast er að bjórinn var leyfður þennan dag fyrir 18.árum þó að ég drekki hann ekki er ég mjög feginn að hann sé leyfður hér. Þú kannt að spyrja afhverju svarið er einfalt, drykkja Íslendinga hefur breyst til hins betra. Fólk drekkur léttara vín og með því verður vínmenningin betri. Ég er ánægð með þennan dag.
Það er svo margt til að gleðjast yfir eins og sést hér
http://visir.is/article/20070301/FRETTIR01/103010095
Geir er "klárlega" maðurinn í starfið, hann er traustur, klár og umfram allt hefur hann sýnt það að hann veit hvað hann er að gera. Sjáið bara skattalækkun dagsins, lækkunina líka á öllum hinum sköttunum.
Ég er stolt Sjálfstæðiskona í dag
P.s. minni alla á Ölstofuna kl 20 í kvöld, höldum upp á afmæli bjórsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2007 | 13:45
Liar liar pants on fire
Einmitt, sérkennilegt að kvennahreyfing Samfylkingarinnar hafi haldið sitt þing sömu helgi og Vinstri græn halda sinn landsfund. hmmm. Enn sérkennilegra að þetta hafi verið eina helgin sem var laus í Egilshöll óvart að þetta sé á sama tíma og landsfundur Sjálfstæðisflokksins.
Þvílíkar tilviljanir
Var eina helgin sem var laus" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2007 | 13:33
Að vera eða vera ekki feministi
Ég myndi líta á mig sem feminista, allavega þann feminsta sem ég lærði um hér áður fyrr. Manneskja sem vill jöfn tækifæri og jafnan rétt kynjanna. En ég hef ekki litið á feminisma sem jöfnunartæki, ég vil heldur líta á hann sem stefnu sem hefur skilað konum jöfnum tækifærum þó vissulega er það ekki komið í gegn alls staðar í heiminum, því miður. Þess vegna varð ég fúl með ályktun landsfundur VG flokkurinn vill jöfn hlutföll kvenna og karla á þingi og í stjórnum fyrirtækja EKKI vegna þess að ég er ekki þess fylgjandi heldur vegna þess að það er verið að tala um að setja þetta í stjórnarskrá.
Mér finnst þessi umræða særa mig sem konu, mér finnst eins og einhver hluti sé að segja mér að vegna þess að ég er kona þarf ég sérmeðferð, karlarnir eru sterkari og ég get ekki unnið þá. sú er staðan bara ekki. Tökum dæmi;
Ég er í Heimdalli og stjórnin þar er skipuð af 6 konum og 6 körlum öll eru þau einstaklega hæfileikarík á sínu svið, og til þess að bæta við þetta þá er formaðurinn kona, varaformaðurinn karl, gjaldkerinn karl og ritarinn kona. Mér finnst þetta frábært en þetta var ekki valið út frá neinu öðru en áhuga og getu hvers og eins. Þau tólf vinna saman sem ein heild og þau vita öll að þau voru kosin vegna þess að þau voru talin rétt í starfið. Stelpurnar þurfa ekki að hugsa um það að þær höfðu verið valdar einungis vegna þess að þær eru stelpur og ekki heldur strákarnir. Engin lög í Heimdalli kveða á um að jöfn hlutföll kynja séu skilyrði en samt hefur þetta verið í síðustu stjórnum alltaf næstum 50/50. Til gamans má geta er stjórn Ungra Vinstri grænna sett saman einning af 12 einstaklingum þar eru 5 konur og 7 karlar, mér finnst ekkert athugavert við það en ef UVG væri með þau lög að það yrði að vera 50/50 hefði þá einn af þeim 7 körlum sem var kosinn í stjórn að víkja fyrir konu sem hugsanlega bauð sig ekki fram?
Samfylkining er engu skárri með kynjamálin því á þingi kvennahreyfinar Samfylkingarinnar var samþykkt m.a. að Fjölga konum í stjórnum fyrirtækja með því að gefa almenningshlutafélögum frest til 6 ára til að koma hlutfalli kvenna upp í 40% í stjórnum sínum. Hér verið að stela hugmynd frá löndum eins og Noregi, hvers vegna er talað um 40% hví ekki 50%? Ég tel allt svona tal hættulegt mér finnst það gera lítið úr konum.
Sumar konur tala um að þær séu orðnar þreyttar að bíða eftir því að við séum með jöfn hlutföll alls staðar, en nú erum við að mennta okkur meira en karlarnir því held ég að það sé bara tímaspursmál þangað til að við komum okkur til jafns við þá í yfirstjórnum. En ég vil ekki að áður en við náum þeim árangri verði búið að setja lög sem segja bara ,,það verður að vera jafn margar konur og karlar hér annars lokum við fyrirtækinu þínu." Hvað ef fleiri konur eru við stjórn yrði ekki allt brjálað ef konu yrði meinað að taka sæti í stjórn vegna þess að það eru of margar konur þar?
Ég held að við eigum eftir að ná okkar markmiðum, ekki gefast upp og setja lög á þetta!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2007 | 13:17
Kemur lítið á óvart
Sprenging" í veggjakroti í vetur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.2.2007 | 02:38
Uppboð á körlum
Ég og vinkona mín Súsanna kíktum í bæinn í kvöld, fórum í útskriftarveislu hjá Siggu sem vann með mér á Umferðastofu, til hamingju Sigga. En veislan var haldin á Pravda en þegar ég og Sús löbbum inn er uppboð í gangi, það voru konur að bjóða í eitthvað fínerí. Við veltum okkur ekki mikið upp úr því og göngum bara upp á efri hæðina til Siggu en síðan þegar við ætlum að fara út var uppboðið orðið aðeins líflegra. Nú var verið að bjóða upp karlmenn, konur sátu og görguðu upphæðir til þess að fá sér karlmann, hæsta salan var 40.000kr en þetta var í gott málefni.
Þó um mig hafi farið viss kjánahrollur þá var ég ekki að fara missa mig neitt í baráttunni um rétt og rangt því fyrir mér er eitthvað rangt við að bjóða upp manneskju. Það sem ég hugsaði helst var samt hvað ef þetta væru konur sem væri verið að bjóða upp og karlarnir að kaupa? Feministafélagið hefði verið komið þangað á stundinni og leist upp uppboðið. Er það rangt eða ekki?
Þó að ég myndi ekki gera þetta og ég fæ svo sannarlega kjánahroll að sjá fólk kaupa og selja persónu þá er ekki mitt mál. Fólk er frjálst til að gera það sem það vill innan ramma laganna hversu asnalegt það er.
Skemmtilegt laugardagskvöld, þar sem ég hlýddi m.a. á dúettinn Public sem ég verð að hrósa því þeir eru ansi góðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)