8.3.2007 | 14:56
Ánægð með mína konu
Kristín Hrefna Sjálfstæðiskona með meiru var í morgun í viðtali á Rás 1 og stóð sig líka með príði. Umræðuefnið var báráttumál kvenna og það var annars vegar hún og Magnús Már formaður UJ sem mér fannst hlægilegur á tímum. Hann sagði nú í raun ekki neitt (kemur á óvart) og sagði svo að það væri ekki samasem merki á milli kynjakvóta og 40/60%, þá hlýt ég að spyrja er munurinn ekki bara 10%. VG vill 50/50 en 40/60 er leið Samfylkingar og FRammara greinilega, fyrir mér er þetta bara sami hluturinn nema VG vill bara hafa þetta alger helmingaskipti. Ég veit í raun ekki hvort er verra.
En endilega hlustið á Kristínu Hrefnu hér http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4304465/5 þetta heitir aðalviðtalið Kristín og Magnús.
Síðan er verið að stofna kjördæmasamtök ungra Suðvestur í kvöld og hlakka mjög til.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.